HVAÐ ÞARF ÉG MIKIÐ VÍN Í VEISLUNA?
Hvert sem tilefnið er brúðkaup, afmæli eða annarskonar fagnaðir þá höfum gríðalega mikið úrval fyrir ykkur, skoðið vínin okkar hér, þar er hægt að sía verð, lönd og þrúgur t.d.Magn léttvína í veislu er alltaf visst vandamál en reynslan sýnir að t.d brúðkaupsveislur standa gjarnan lengur og fer yfirleitt drýgra magn en í öðrum veislum. Venjan er að reikna með ½ flösku af léttvíni á mann og bæta síðan við öryggisbyrgðir. Magnið þarf líka að reiknast út frá hvort léttvín verði veitt eftir að borðhaldi lýkur. Þegar verslað er fyrir fjölda manns þá ræður verðið svolítið ferðinni. Oft munar þó ekki miklu í verði að velja hentugra vín í stað þess að velja einungis það allra ódýrasta. Algengt er að taka heldur ríflegt magn því alltaf má skila því sem eftir stendur. Gott ráð er þó að eiga smá auka magn afsíðis sem hægt er að tefla fram ef þurfa þykir.Sjá hér skemmtilega reiknivél frá Vínbúðin