Viðskiptaskilmálar

Reikningsviðskipti

 • Óski viðskiptavinur eftir því að komast í reikningsviðskipti veitir það Globus hf. heimild til þess að sækja upplýsingar um viðkomandi viðskiptavin hjá Creditinfo í tengslum við ákvörðunartöku um reikningsviðskipti, enda hefur Globus hf. lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga. Þær upplýsingar sem kunna að verða sóttar eru annarsvegar upplýsingar úr vanskilaskrá Creditinfo og svo hinsvegar lánshæfismat. Viðkomandi má ekki vera á vanskilaskrá hjá Creditinfo svo umsóknin fáist samþykkt.
 • Upplýsingum um útgáfu reikninga á lögaðila, fjárhæð þeirra og hvenær þeir verða greiddir, kann að verða miðlað áfram í Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf.

Greiðsluskilmálar

 • Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptaskilmálum á milli Globus hf og viðskiptavina þess. Dráttarvextir reiknast á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast Globus innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings.

Rafrænir reikningar – Mitt svæði

 • Hægt er að velja um ýmis form reikninga en í gegnum “Mitt Svæði” er hægt að skoða reikninga, stöðu pantana og fá stöðuyfirlit. Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá reikninginn sendan rafrænt í tölvupósti eða með skeytamiðlun. Ef ekkert af þessum leiðum er valin er hefðbundinn reikningur sendur í pósti.

Greiðslumöguleikar

Eftirfarandi greiðslumöguleikar eru í boði

 • Greiða má fyrir vörur sem keyptar eru á vefnum okkar með greiðslukorti, Debet/Kredit í gegnum örugga greiðslusíðu.
 • Með millifærslu á reikning Globus hf., 0513-26-888, kennitala 570169-0339.
 • Reikningsviðskipti: sjá skilmála hér að ofan

Afgreiðsla pantana

 • Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir að pöntun berst. Til þess þarf pöntun þó að berst Globus fyrir kl 15:00.  Pantanir fyrir landsbyggðina eru sendar með Eimskip- Flytjanda og þurfa pantanir að berast Globus fyrir kl 10:00.
 • Globus greiðir fyrir flutningskostnað frá Eimskip - Flytjanda í Reykjavík á þá stöð Eimskips - Flytjanda sem er næst viðskiptavini á landsbyggðinni.
 • Globus ber enga ábyrgð á því tjóni sem gæti orðið í flutningum á vörum.

Verð

 • Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Globus áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust, t.d. vegna verðbreytinga birgja eða breytinga á gengi gjaldmiðla.
 • Globus áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefversluninni.