Um Globus
Stofnað árið 1947
Globus hf. er framsækið sölu- og markaðsfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu áfengis og tóbaks. Fyrirtækið er umboðsaðili margra þekktustu vínhúsa veraldar og býður uppá fjölbreytt úrval áfengistegunda frá helstu vínræktunarsvæðum heims.
Globus var stofnað árið 1947 og var um skeið í eigu Heklu. Árið 1956 kaupir Árni Gestsson ásamt fjölskyldu fyrirtækið en hann hafði starfað hjá Heklu um árabil. Fyrirtækið hefur síðan verið í eigu fjölskyldunnar.
Fyrirtækið hefur komið að margvíslegum rekstri í gegnum árin. Það var um tíma umsvifamikið á sviði sölu dráttarvéla, vinnuvéla og bifreiða, auk þess að vera leiðandi á snyrtivörumarkaði.
Árið 2006 var tekin ákvörðun um að fyrirtækið myndi einbeita sér að sölu áfengis og tóbaks en Globus hefur frá árinu 1962 verið með umboð fyrir tóbaksvörur British American Tobacco og jafnframt verið umboðsaðili fjölmargra þekktra áfengisframleiðenda frá árinu 1977.
Í dag er fyrirtækið leiðandi á sviði innflutnings á léttvínum á Íslandi ásamt því að vera umsvifamikið í innflutningi á sterku áfengi. Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum fjölbreytt vöruúrval í hæsta gæðaflokki og afbragðs þjónustu undir kjörorðinu „Heimur gæða“.
Starfsfólk Globus
Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík