Trivento Golden Reserve Cabernet Sauvignon 75 cl-Ein_flaska
3.699 kr
Vörulýsing
Argentínsku vínin úr Golden Reserve-vínin frá Trivento hafa verið með bestu kaupunum í vínbúðunum undanfarin ár ef horft er á hlutfall verðs og gæða og hlotið einróma lof og viðurkenningu alþjóðlega. Þrúgurnar sem notaðar eru í Cabernet Sauvignon-vínið eru ræktaðar í Uco-dalnum en þegar að við hittum víngerðarmenn Trivento í Argentínu þá varð þeim tíðrætt um það svæði og töldu Cabernet hvergi njóta sín betur í landinu en einmitt þar. Viðtalið við víngerðarmennina má lesa með því að smella hér.
Þetta er klassískur og flottur Cabernet, liturinn dimmfjólublár, fersk og krydduð angan af sólberjum, bláberjum, vanillu og mildri myntu. Ferskt, vel strúktúrerað með ágætlega langri endingu. 16 mánaðar eikarþroskun í notuðum ámum og svo 12 mánuði á flösku áður en það fer á markað.