201352
Á lager

Museum Vinea Crianza 75 CL

2.899 kr

Korktappi
  Korktappi  
Recognition
201352
Á lager

Museum Vinea Crianza 75 CL

2.899 kr

Vörulýsing

Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Cigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu. Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar sem vínviðurinn eldri en sextíu ára. Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott. ( texti frá www.vinotek.is ).

Það er þrúgan Tinta del País sem er í raun Tempranillo nema með þykkara skinni. Eins og nafnið gefur til kynna er víngerðin einnig safn, með skúlptúrum og málverkum frá 17. öld.

Djúp kirsuberjarautt að lit og fjólurautt útí kanta, öflugt og flókið í nefi, þroskaður rauður ávöxtur, dökk kirsuber, plómur, kakó, vanilla, mokka og vottur af balsamic. Í munni mjög elegant og mjúkt en í senn kröftugt með skemmtilegri bragðflóru, þroskuð tannín styðja þetta öfluga vín í gengum mjúkt en langvarandi eftirbragð.

Vinea Crianza er látið þroskast í 60% amerískum og 40% frönskum eikartunnum í 14 mánuði, svo fer það ósíað í flöskuþroskun í 12 mánuði áður en það fer á markað.

Þrúgur

Tempranillo
Spánn
Spánn
Finca Museum

RZ Specification Groups

Árgangur

2017

Magn

75cl

Styrkur

14%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Land

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi  
Vörulýsing

Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Cigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu. Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar sem vínviðurinn eldri en sextíu ára. Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott. ( texti frá www.vinotek.is ).

Það er þrúgan Tinta del País sem er í raun Tempranillo nema með þykkara skinni. Eins og nafnið gefur til kynna er víngerðin einnig safn, með skúlptúrum og málverkum frá 17. öld.

Djúp kirsuberjarautt að lit og fjólurautt útí kanta, öflugt og flókið í nefi, þroskaður rauður ávöxtur, dökk kirsuber, plómur, kakó, vanilla, mokka og vottur af balsamic. Í munni mjög elegant og mjúkt en í senn kröftugt með skemmtilegri bragðflóru, þroskuð tannín styðja þetta öfluga vín í gengum mjúkt en langvarandi eftirbragð.

Vinea Crianza er látið þroskast í 60% amerískum og 40% frönskum eikartunnum í 14 mánuði, svo fer það ósíað í flöskuþroskun í 12 mánuði áður en það fer á markað.

Recognition