201811-21
Á lager

MacMurray Estate Vineyards Pinot Noir 75 CL

4.699 kr

Korktappi
  Korktappi  
Recognition
201811-21
Á lager

MacMurray Estate Vineyards Pinot Noir 75 CL

4.699 kr

Vörulýsing

Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River.

Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð. Sonoma er „hitt“ fræga héraðið í Kaliforníu og liggur nær Kyrrahafinu. Þarna var hjarta bandarískrar vínræktar allt fram að bannárunum og þar er enn að finna fjölmörg gömul og rótgróin fyrirtæki sem eiga sér langa sögu á bandarískan mælikvarða. Fyrirtæki þar berast ekki jafnmikið á og í Napa og vínræktin er dreifð um mun stærra svæði. Vínin eru svipuð að gæðum en mýkri ef eitthvað er vegna ögn svalara loftslags. Veðurfarsleg skilyrði í Sonoma eru hins vegar mun fjölbreyttari en í Napa og því býður héraðið upp á fleiri víddir í vínframleiðslu. Á svölum svæðum á borð við Russian River Valley og Sonoma Valley koma einhver bestu Chardonnay og Pinot Noir-vín Bandaríkjanna auk þess sem finna má stórkostleg vín úr Sauvignon Blanc. ( texti vinotek.is )

Skemmtilegur Pinot Noir hér á ferð, opin ilmkarfa af lavander og brómberjum ásamt svörtum kirsuberjum, jarðaberjasultu, granateplum, stjörnu anís, súkkulaði og vanillu, þétt, fersk og silkimjúk míneralísk áferð í bragði með vott af eik. Vínið fær 8 mánaða eikarþroskun í bæði frönskum -og amerískum eikartunnum, 20% ný eik.

Þrúgur

Pinot Noir
Bandaríkin
Bandaríkin
MacMurray

RZ Specification Groups

Árgangur

2021

Magn

75cl

Styrkur

14.5%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi  
Vörulýsing

Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River.

Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð. Sonoma er „hitt“ fræga héraðið í Kaliforníu og liggur nær Kyrrahafinu. Þarna var hjarta bandarískrar vínræktar allt fram að bannárunum og þar er enn að finna fjölmörg gömul og rótgróin fyrirtæki sem eiga sér langa sögu á bandarískan mælikvarða. Fyrirtæki þar berast ekki jafnmikið á og í Napa og vínræktin er dreifð um mun stærra svæði. Vínin eru svipuð að gæðum en mýkri ef eitthvað er vegna ögn svalara loftslags. Veðurfarsleg skilyrði í Sonoma eru hins vegar mun fjölbreyttari en í Napa og því býður héraðið upp á fleiri víddir í vínframleiðslu. Á svölum svæðum á borð við Russian River Valley og Sonoma Valley koma einhver bestu Chardonnay og Pinot Noir-vín Bandaríkjanna auk þess sem finna má stórkostleg vín úr Sauvignon Blanc. ( texti vinotek.is )

Skemmtilegur Pinot Noir hér á ferð, opin ilmkarfa af lavander og brómberjum ásamt svörtum kirsuberjum, jarðaberjasultu, granateplum, stjörnu anís, súkkulaði og vanillu, þétt, fersk og silkimjúk míneralísk áferð í bragði með vott af eik. Vínið fær 8 mánaða eikarþroskun í bæði frönskum -og amerískum eikartunnum, 20% ný eik.

Recognition
Recognition