Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River. Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð.
Sonoma er „hitt“ fræga héraðið í Kaliforníu og liggur nær Kyrrahafinu. Þarna var hjarta bandarískrar vínræktar allt fram að bannárunum og þar er enn að finna fjölmörg gömul og rótgróin fyrirtæki sem eiga sér langa sögu á bandarískan mælikvarða. Fyrirtæki þar berast ekki jafnmikið á og í Napa og vínræktin er dreifð um mun stærra svæði. Vínin eru svipuð að gæðum en mýkri ef eitthvað er vegna ögn svalara loftslags. Veðurfarsleg skilyrði í Sonoma eru hins vegar mun fjölbreyttari en í Napa og því býður héraðið upp á fleiri víddir í vínframleiðslu. Á svölum svæðum á borð við Russian River Valley og Sonoma Valley koma einhver bestu Chardonnay og Pinot Noir-vín Bandaríkjanna auk þess sem finna má stórkostleg vín úr Sauvignon Blanc. ( texti vinotek.is )
Djúp gyllt að lit með grábeikum tónum, yndislega ilmríkt í nefi af hvítum blómum, asískri peru og bökuðum eplum, týpsík hvít pera, engifer, pipar og þurrkaðar fíkjur birtast svo í bragði, þétt, feitt og ríkuleg bragðfylling með frískandi sýru og langvarandi endingu. Enginn eikarþroskun hér. Ferlega góður Pinot Gris og býsna mikið hvítvín sem mun heilla marga, þetta er vín sem myndi flokkast sem off-dry. Hafið með allskonar mat, þetta vín er merkilega matarvænt og laga sig auðveldlega að öllu því sem það er borið fram með. Hvort sem eru forréttir, bragðmiklir fiskréttir, ljóst kjöt, asískur matur og rjómakenndir pastaréttir.
Fiski, sushi, reyktu kjöti, alifuglum, austurlenskum mat, léttari villibráð, ostum.
3.399kr.