Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2020
Gerard Bertrand sem er einn athyglisverðasti víngerðarmaður Frakka þessa stundina hefur á undanförnum árum verið að færa vínrækt sína í Languedoc yfir í að vera lífefld og lífrænt vottuð. Þetta á líka við um vínin í Réserve Spéciale-línunni eins og þetta Cabernet Sauvignon, sem er nú gert í lífrænt ræktuðum þrúgum.
Kröftugt og dökkt með öflugri angan af sólberjasultu, krækiber og þroskuðum plómum, reyk og tjöru. Heitt og kryddað í bragði með vott af lakkrís, kaffi og eik. Þétt en mjúk tannín, þetta er ansi hreint flott og mikið vín fyrir peninginn.
Nauti, lambi, grillmat og pottréttum.
2.799kr.