Gerard Bertrand er einhver helsti frumkvöðullinn í vínrækt Suður-Frakklands, hann hefur verið að leggja mentnað sinn að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og er að taka alla vínrækt sína smám saman í þá átt að vera lífrænt vottuð og lífefld eða „bíódýnamísk“, ein og þetta vín úr línunni Change sem er lífrænt ræktað.
Föl laxableikt að lit, rauðir ávextir, hindber, kirsuber, jarðaber, granatepli og hvít blóm, ferskt og þurrt í bragði.