Þótt spænsku sérríin og portúgölsku púrtvínin séu þau styrktu vín sem að flestir þekkja þá eru einnig til afburða styrkt vín eða Vin doux frá Frakklandi. Best eru þau frá Banyuls sem er víngerðarhérað skammt frá Perpignan við Miðjarðarhafsströndina, rétt við spænsku landamærin. Þau eru nokkuð lægri í áfengi en púrtvínin eða 16%.( texti af www.vinotek.is )
Ryðrautt að lit, ilmríkt í nefi af mjög þroskuðum rauðum og svörtum ávöxtum, sveskjur, fíkjur, bróm-og sólberjasulta, kryddað með negul og sætur viðarkeimur. Feitt, sætt og flauelsmjúkt í löngu eftirbragði.