201106
Uppselt
Côte - Rôtie ,,La Mouline" 2015. Domaine Guigal 75 CL
45.998 kr
Korktappi
Má geyma
201106
Uppselt
Côte - Rôtie ,,La Mouline" 2015. Domaine Guigal 75 CL
45.998 kr
Vörulýsing
Guigal er eitt virtasta vínhús Frakklands og þekktast er það fyrir tignarleg vín sín sem teljast til bestu og eftirsóttustu vína veraldar. Guigal fjölskyldan er þekktust fyrir hin ótrúlegu Côte Rôtie vín sín og raunar það víngerðarhús sem hefur hafið þau til vegs og virðingar. Marcel Guigal var frumkvöðull að því að gera einnar ekru vín frá Côte Rôtie Guigals sem eru þrjú talsins, La Mouline, La Landonne og La Turque, risar sem þurfa ekki minna en fimm ár til að ná þroska og er best á bilinu 5-10 ára en munu þorskast skemmtilega næstu 15-20 árin.
Vínviðurinn er að jafnaði 50 ára gamall og er í bröttustu hlíðunum sem sól nærir úr suðri. Á sólríkasta hluta Côte Rôtie hlíðarinnar, í hjarta Côte Blonde er La Mouline víngarður Guigals . Víngarðurinn er í laginu eins og rómverskt hringleikaleikhús til forna. Þarna er jarðvegurinn gýttur og bæði kísil og kalkríkur. Meðalaldur vínviðar ekrunnar er 75 ár og 89% er Syrah og 11% Viognier. Við gerð La Mouline er ekkert til sparað og þegar vínið er klárt eftir 4 vikna gerjunarferli þá er það sett á nýjar franskar eikartunnur og látið taka út þroska í allt að 42 mánuði.
Vínið er djúp rúbínrautt að lit. Greina má meðal annars brómber, kirsuber og hindber ásamt fjóluangan. Það fyllir vitin af öllu því sem maður vonast eftir frá þessu svæði í víni, þétt og mikið um sig enn einnig jafnvægistillt og fágað í senn. Eitt helsta gersemi Guigal.
Frakkland