Prosecco-freyðivínin ítölsku hafa verið gífurlega vinsæl á síðustu árum og það sama má segja um rósavín. Hér sameinar Castelmondo þetta tvennt í rósa-Prosecco. Vínið er gert úr hinni hefðbundnu Prosecco-þrúgu Glera og Pinot Noir bætt við til að gefa litinn og hafa áhrif á bragðprófílinn.
Ljósjarðarberjarautt að lit, fínleg freyðing, ósætt og ferskt sýra, rauður berjaávöxtur, hindber, jarðaber, grape, ferskjur og smá blómlegir tónar.