201014
Á lager

BriO de Cantenac Brown 75 CL

6.899 kr

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
Recognition
201014
Á lager

BriO de Cantenac Brown 75 CL

6.899 kr

Vörulýsing

Brio er “sécond” eða það sem kallað er annað vínið frá Château Cantenac Brown í Margaux í Bordeaux. Það verður ekki af Brio skafið að það er nær undantekningarlaust frábært og gefur manni kost á að fá alvöru Bordeaux af Grand Cru ekrum fyrir töluvert minni peninginn en “stóru” Château-vínin. Brio er unnið úr berjum af yngri vínvið og er yfirlett aðgengilegra og ánægjulegra mun fyrr en ”stóri bróðir”.

Blandan í Brio er klassísk Médoc-blanda, 40% Cabernet Sauvignon, 49% Merlot og afgangurinn Cabernet Franc. Þetta er líka skólabókar Médoc. Dökkt ber, þroskuð sólber, svört kirsuber og skógarber, pipar, vindlatóbak, útihús, fjólur, jörð og krydd, góð fylling og þétt og fín tannín. Fínt til neyslu núna en mælt er með umhellingu 1-2 klst. áður en vínið er borið fram, vínið mun endurgjalda það. 12 mánaðar eikarþroskun í 25% nýjum tunnum.

Frakkland
Frakkland
Compagnie Medocaine

RZ Specification Groups

Árgangur

2017

Magn

75cl

Styrkur

13.5%

Bragð

Meðalfyllt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma