Þetta óvenjulega hvítvín frá Rioja er blanda úr þrem hvítvínsþrúgum innan reglna DOC Rioja, Viura, Malvasia og Garnacha Blanco þrúgurnar setja saman þetta stórbrotna vín sem minnir frekar á stærri búrgundarvín en nokkurn tímann Rioja hvítvín. Ekki hægt að saka Baron de Ley að horfa ekki fram á veginn, stöðugt verið að breyta og bæta vínin. Eftir að víngerjuninni lýkur er vínið látið liggja í heilt ár á tunnum úr amerískri eik og setur það verulegan svip á vínið.
Djúp sítrónugyllt að lit, ilmur af þurrkuðum ávöxtum, ferskjur, marmelaði og hunangs tónar, í munni þétt fylling, þurrt vín, þykkt, þungt en þó með góðri sýru sem heldur víninu líflegu í þroskuðu yfirbragði, hvít blóm, sítrusávextir, toffí, vanilla og ristaðar hnetur eru meðal annara bragða sem við bætast í þessu stórkemmtilega víni.
2018 árgangurinn var nú á dögunum vel sem eitt besta vín ársins 2021 af hinu virta tímariti Decanter með 97 punkta í einkun takk fyrir.