Casella-fjölskyldan flutti frá Sikiley til Ástralíu um miðbik síðustu aldar og hélt þar áfram sömu iðju og hún hafði stundað í heimalandinu, þ.e. vínrækt. Á síðustu áratugum hefur fjölskyldan byggt upp eitthvert helsta vínfyrirtæki Ástralíu fyrir tilstuðlan vína sem seld eru undir nafninu Yellow Tail. Það er talið eitt sterkasta vínvörumerki (brand) Ástralíu og þriðja öflugasta vínvörumerki í heimi. Auðvitað má rekja þennan árangur til vel heppnaðrar markaðssetningar í bland við vín sem nær að höfða til mjög breiðs hóps og er á góðu verði. Í seinni tíð hefur Casella-fjölskyldan (sem enn á fyrirtækið) verið að feta sig áfram í framleiðslu á vínum í hæstu gæðaflokkum.
Ljósgullið að lit með ferskan og léttan ávaxtaangan, rauð epli, perur og ástaraldin, frísklegt og hálfþurrt í munni með léttri meðalfylingu.