204105
Á lager
Wessman One Premier Cru Brut Rosé 75 CL
9.199 kr
204105
Á lager
Wessman One Premier Cru Brut Rosé 75 CL
9.199 kr
Vörulýsing
Kampavínið Wessman One varð til eftir náið samstarf Maison Wessman og kampavínshúss í Champagne héraðinu sem þekkt er fyrir afburðar framleiðslu. Þetta er AOP Brut Rose vín sem er 100% Premier Cru. Það er blandað á meistaralegan hátt úr 55% Pinot Noir þrúga og 45% af Chardonnay þrúgu. Pinot Noir þrúgan sem er notuð er frá Aÿ og er 100% Cru í Montagne de Reims svæðinu. Þrúgan gefur strúktur, fyllingu og áberandi ilm af rauðum ávöxtum. Chardonnay þrúgan kemur frá Oiry 100% Cru frá Côte des Blancs og gefur víninu léttan sítrus keim, steinefnarbragð og mikið geymsluþol. Landsvæðin tvö, sem hvort um sig einkennast af djúpum kalkkenndum jarðvegsgrunni og kalkkenndum yfirborðsjarðvegi, tryggja fullkomið rakastig sem býr til jafnvægi milli ferskleika og sætu í víninu. Champagne Wessman One er ætlað þeim sem eru að leita að matargerðarlegu, ekta og ákafu kampavíni.
Laxbleikt að lit, kolsýran fínleg og viðvarandi. Blómlegt í ilmi, rósir og rauðir ávextir, jarðaber, sólber ásamt sítrusávöxtum, grape og appelsínuberki. Fínlegt í munni, frískleg sýra, langt bragð, óhætt að segja að markið er sett hátt þarna og þessi blanda á eftir að setja á stall með þeim bestu. Frábært matarvín.
Frakkland
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
12%
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða