Villa Antinori er það vín sem Antinori-fjölskyldan í Toskana hefur framleitt hvað lengst eða frá árinu 1928, en þessi Chianti Classico Riserva var fyrst farið að búa til árið 2010.
Dökkur rúbín rauður litur, í nefi ilmur af rauðum berjaávexti, sólber og hindber aðallega með smá vott af kirsuberjum, létt eikað, kryddað, kanill og sælgætiskenndur ávöxtur, allt saman í góðu jafnvægi, fersk sýra og silkimjúk og lifandi tannín sem gefa skemmtilega endingu.