Antinori-fjölskyldan hefur framleitt vín undir merkjum Villa Antinori í nær eina öld. Fyrsta rauðvínið kom 1928 og fyrsta hvítvínið 1931. Þau hafa bæðið tekið miklum breytingum á þessum áratugum og stíllinn tekið nokkrar beygjur. Hvítvinið var lengi vel ekkert afskaplega spennandi en það hefur breyst mikið á síðustu árum og er nú hið fínasta Toskana-hvítvín. Vínið er nú gert úr blöndu fimm þrúgna, Trebbiano, Malvasia, Pinot Blanc, Pinot Grigio og Riesling Renano.
Ljós strágult að lit, ávaxtaríkt í ilmi af blómum, akasíu, jasmín, sítrus, græn epli, grape og míneralskir tónar, í munni þurr fersk sýra og við bætist vottur af þurrkuðum ferskjum og melónu. Tilvalið matarvín.