Trivento er eitt af vínhúsunum í eigu Concha y Toro-fjölskyldunnar frá Chile en það var stofnað árið 1997 í þeim tilgangi að nýta hina stórkostlegu aðstæður til víngerðar sem er að finna í Argentínu “hinum megin” við Andesfjöllin. Vínin frá Trivento hafa reynst einstaklega traust og hlutfall verðs og gæða með því besta sem maður rekst á.
Malbec-þrúgan er síðan auðvitað sú þrúga sem mesta athygli hefur vakið frá Argentínu þótt hún komi upprunalega frá suðvesturhluta Frakklands. Í dag eru argentínsku Malbec-vínin hins begar bæði mun þekktari og vinsælli en hin frönsku.
Rúbín rautt að lit með fjólubláum tónum, dökkir ávextir, svört kirsuber, brómber, kaffi og súkkulaði ásamt smá eik, flott fylling í bragði, þurrt og auðdrekkanlegt og þægilegt eftirbragð. Um 30% af víninu fær 8 mánaða eikar þroskun í franskri eik.