Disznókö (er þýðir „klöpp villta svínsins”) var flokkað sem Grand Cru með konungstilskipun árið 1743. Ekrurnar eru staðsettar á skjólgóðum stað á einhverju besta svæði Tokaji sem stuðlar að einstökum þroska þrúganna og náttúrulegu sætustigi. Við víngerð Disznókö er reynt að halda í hinar fornu hefðir svæðisins jafnframt því sem nýjasta tækni er nýtt þar sem það á við. En það eru ekki öll vin sæt frá Tokaji. Þetta hvítvín er frá vínhúsinu Diznoko, sem einmitt er eitt af bestu sætvínshúsunum, og þrúgan er sú sama og í sæta Tokaji-víninu, hin ungverska Furmint og af sömu ekrum en týnd rétt áður en eðalmyglan botrytis fer að myndast og gera sætvínsframleiðsluna kleifa. Hérna er hún því í skrjáfþurrum búningi. Og það fer henni bara alls ekki illa.
Ljós gulur litur, mjög ferskt í nefni, mild græn epli en líka grænar jurtir, brenninetlur, anís, mildur möndlukeimur. Í munni springur vínið út, þurrkaðar ferskjur, apríkósur, míneralískt, mjög þurrt með góðum ferskleika.