202412
Fá eintök eftir

Tokaji Dry Furmint. Disznókö 75 CL

Image
Image
202412
Fá eintök eftir

Tokaji Dry Furmint. Disznókö 75 CL

Vörulýsing
Disznókö (er þýðir „klöpp villta svínsins”) var flokkað sem Grand Cru með konungstilskipun árið 1743. Ekrurnar eru staðsettar á skjólgóðum stað á einhverju besta svæði Tokaji sem stuðlar að einstökum þroska þrúganna og náttúrulegu sætustigi. Við víngerð Disznókö er reynt að halda í hinar fornu hefðir svæðisins jafnframt því sem nýjasta tækni er nýtt þar sem það á við.  En það eru ekki öll vin sæt frá Tokaji. Þetta hvítvín er frá vínhúsinu Diznoko, sem einmitt er eitt af bestu sætvínshúsunum, og þrúgan er sú sama og í sæta Tokaji-víninu, hin ungverska Furmint og af sömu ekrum en týnd rétt áður en eðalmyglan botrytis fer að myndast og gera sætvínsframleiðsluna kleifa. Hérna er hún því í skrjáfþurrum búningi. Og það fer henni bara alls ekki illa. Ljós gulur litur, mjög ferskt í nefni, mild græn epli en líka grænar jurtir, brenninetlur, anís, mildur möndlukeimur. Í munni springur vínið út, þurrkaðar ferskjur, apríkósur, míneralískt, mjög þurrt með góðum ferskleika.
Ungverjaland
Ungverjaland
2023
Disznókö

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

12.5%

Bragð

Meðalfyllt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða