Umeshu er sætt plóma sem er marineruð með Ginjo Saké í 6 mánuði í stálktönkum, svo er plóman tekinn í burtu og svo er Shiraume Ginjo Umeshu látið þroskast í 2 1/2 ár í viðbót. Umeshu er úr hágæða Ginjo Saké úr Yamadanishiki grjónum eða konungur Saké grjóna og hreinsuð niður í 58% af stærð grjónsins ásamt smá viðbættu alkahóli og sykri.
Í nefi ilmur af þurrkuðum ávexti, kirsuber og auðvitað plómur, í bragði ríkulega sætt af plómum og möndlum ásamt hressandi þurri endingu. Mælum með að drekka Umeshu hellst kalt en það er í góðu lagi heitara.
Akashi-Tai Sake Brewery er lítið „Boutique“ handverks framleiðandi í fiskiþorpinu Akashi í vesturhluta Japans nánartiltekið í héraðinu Hyogo. Allt Saké-ið þeirra er handundið samkvæmt hefðbundnum aðferðum í hæsta gæðaflokki. Saké hentar fyrir Vegan og grænmetisætur.