Ítalski uppruninn leynir sér ekki hér, létt og þægilegt vín, ilm og bragð af kirsuberjum, hindberjum ásamt vott af lyngi, mjúk og mild tannín. Það þarf varla að kynna Santa Cristina. Þetta vín hefur um langt skeið notið mikilla vinsælda fyrir stöðug gæði og hagstætt verð.
Þetta er einfaldasta vín Antinoris, ljúft og bragðmikið borðvín er ber að drekka ungt og hentar einkar vel með pastaréttum og pizzum, berið það fram örlítið „svalt“, 16-18 gráður.