202190
Á lager

Riesling ,,Sonne". Weingut Pfaffl 75 CL

3.999 kr

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
202190
Á lager

Riesling ,,Sonne". Weingut Pfaffl 75 CL

3.999 kr

Vörulýsing

Þetta vín er frá hinum margverðlaunaða framleiðanda Pfaffl, sem var valið á dögunum besta víngerðin í Austurríki og einnig European Winery of the year 2016 frá Wine Enthusiast. Vínekran Terrassen Sonnleiten eða Sonne eins og vínið er kallað frá og með 2017 árgangi, birtist manni eins og geimvera á bylgjandi yfirborði í Weinviertel, mjög brött hlíð og hér er mjög gryttur jarðvegur, þurrt og mjög heit þar sem hlaðnir veggir við norðurenda víngarðarins vernda gegn norðlægum vinum.

Það er föl-strágult að lit með grænni slikju og meðalopinn ilm af steinaávöxtum, sætri sítrónu, blautu mjöli, eplum, hunangi, vaxi, hvítum blómum, kryddgrösum og baldursbrá. Það er rétt ríflega meðalbragðmikið með góða sýru og töluverða fyllingu sem endist vel í sínum unglega ferskleika. Þarna eru græn epli, sítrónur, greipaldin, steinaávextir, hunang og notaleg steinefni undirniðri en ofaná er hægt að merkja örlitla kolsýru sem gerir vínið enn frísklegra. Þessi Riesling er austurískur í stíl, ekkert endilega neitt nálægt hinum klassíska, þýska stíl en afskapleg vel gert og matarvænt vín. Passar vel með allskyns forréttum, fisk og skelfisk, ljósu kjöti, grænmetisréttum og asískum mat. Fínt líka bara eitt og sér. ( texti Þorri Hringsson )

Nýjustu verðlaunin fyrir Sonne;

Þrúgur

Riesling
Austuríki
Austuríki
Weingut Pfaffl

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

14%

Bragð

Meðalfyllt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi