202505
Á lager
Quinta Da Fonte Souto Branco 75 CL
4.399 kr
Korktappi
Sjálfbært
202505
Á lager
Quinta Da Fonte Souto Branco 75 CL
4.399 kr
Vörulýsing
Vínhúsið Quinta Da Fonte Souto er í eigu hinnar frægu Symington fjölskyldu sem er með höfuðstöðvar sínar í Douro dalnum og borginni Porto – Vila Nova de Gaia í norðurhluta Portúgal.
Þau eiga 28 vínbúgarða og mörg heimsþekkt portvínshús eins og t.d. Graham´s, Cockburn´s, Dow´s og Warre´s. Einnig framleiða þau mögnuð léttvín í Douro sem koma frá nokkrum Quinta´s í eigu fjölskyldunar á Douro Superior svæðinu. Frægast þeirra er án efa Chryseia P+S frá Quinta de Roriz sem er sameign Symington og hinnar frönsku Prats fjölskyldu.
Sumarið 2017 keypti Symington sitt fyrsta vínræktarsvæði utan Douro, 207 hektarar landareign í Alentejo sem er mun sunnar í Portúgal. Eignin er í hlíðum São Mamede fjallana í Portalegre í norð-austurhluta Alentejo nálægt landamærum Spánar. Eignin er um 500 metrum yfir sjávarmáli og því bæði kaldara og rakara enn á Alentejo sléttunni, sem er að jafnaði bæði þurrt og heitt. Jarðvegurinn granít grýttur og því snauðari enn víðast annarstaðar. Í dag eru rúmlega 40 hektarar nýttir undir vínrækt og um 100 hektarar eignarinnar umlykjandi vínræktina er skóglendi, kork og kastaníu tré.
Vínið er ferskt og vel samstillt í anga og bragði, unnið úr þrúgunum Arinto 75% og Verdelho 25%. Vínið er þétt í sér, ávaxtaríkt og gjöfult, steinefni, hvít blóm, jasmín, ferskja og apríkósur, ljúfir reiktónar, vanilla og smjörkennt með keim af ristuðu brauði og hunagi í bragði ásamt smá af plómu, sítrus – og balsamikkeim af furuskógi, múskat og te. 60% af víninu er látið gerjast með botnfalli í 500 lítra tunnum svo í 7 mánuði á gömlum eikartunnum.
Portúgal
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi
Sjálfbært