Prunotto er gamalgróið vínhús í Piemont á Ítalíu. Það varð upphaflega til þegar að Prunotto-fjölskyldan tók yfir vínsamlag bænda á Langhe svæðinu á fyrri hluta síðustu aldar. Smám saman jóx húsinu ásmegin og fór í samstarf við Antinori-fjölskylduna 1989 sem í fyrstu tók að sér dreifingu og sölu á vínunum en síðan einnig víngerðina.
Barbaresco er lítið þorp í Langhe í Piedmont á Ítalíu sem ásamt nágrannaþorpinu Barolo er heimavöllur Nebbiolo-þrúgunnar og einhverja bestu rauðvína Ítalíu. Rauðvín unnið úr 100% Nebbiolo þrúgunni eins og Barolo vínin. Vínin eru mjög svipuð en Barbaresco-vínið hefur yfirleitt meiri mýkt og angan meir út í blóm eins og til dæmis, fjólur og rósir. Frábært steikarvín.
Ljósmúrsteinsrautt að lit, þurrt vín með rauðum viltum berjaávexti, balsamikviður, fjólur og kryddjurtir. Kröftugt og elegant í munni, krydd og lakkrís. Vín sem þolir nokkuð kröftugan mat eins og Naut Wellington, gæs og hreindýr.