Pascal Jolivet er eitt af stóru nöfnunum í franska vínheiminum þó að þorpið hans Sancerre sé ekki stórt. Á hæðunum í kringum Sancerre og nágrannaþorpið Pouilly kemst þrúgan Sauvignon Blanc stundum hvað næst fullkomnum, ekki síst þegar meistarar eins og Jolivet eru við stjórnvölinn. ,,Indigéne" er þroskað á gerögnum ( fine lees ) í 12 mánuði í hitastýrðum ryðfríum stáltönkum. Hvorki síun né kælt fyrir átöppun. ,,Indigéne" ber nafnið vegna hins náttúlega gers sem kemur af vínþrúgunni ( indigenous yeasts ). Indigène vín gömlum vínviðum úr Sauvignon Blanc sem gróðursett er á hreinum "flinty" jarðvegi í hjarta þorpsins Tracy sur Loire.
Þetta er kraftmikið vín með mikla fyllingu, steinefni og glæsilegum fínleika samt. Í nefni þessi dæmigerði byssupuður lykt af ,,flinty" jarðvegnum í Pouilly, stórkostlegt vín.