Vörulýsing
Castello della Sala er sögufrægur kastali í norðurhluta Úmbríu á Ítalíu. Hann er nú í eigu Piero Antinori sem framleiðir þar hvítvín sem flokkuð eru með þeim allra bestu á gjörvallri Ítalíu. Pinot Nero er flokkað sem Umbria IGT og er 100% Pinot Nero eða Pinot Noir eins og þessi þrúga þekkist undir líka. Þrúgurnar koma frá víngörðum Castello della Sala þar sem þær eru ræktaðar í 400 metrum yfir sjávarmáli.
Vínið fær 10 mánaða þroskun á frönskum eikartunnum. Ljós rúbínrautt að lit, ilmríkt í nefi af fjólum og rauðum berjaávexti, í munni er vínið í flottu jafnvæti, laufkrydd bætast við, elegant og þroskuð tannín í löngu og saðsömu eftirbragði