Hentar vel með
Vörulýsing
Trimbach-fjölskyldan hefur komið við sögu vínræktar í Alsace í á fimmtu öld. Það var hins vegar ekki fyrr en á nítjándju öld sem að vínin frá Trimbach slógu rækilega í gegn þegar Fréderic-Emil Trimbach fór með nokkur sýnishorn á heimssýninguna í Brussel árið 1898. Alla tíð síðan hefur þetta fjölskyldufyrirtæki í bænum Ribeauville verið í röðum fremstu framleiðenda héraðsins.
Strágult að lit, fíkjur, ferskjur, hunang, þroskuð epli og reykur í ilmi, þurrt vín með smá sætu og mildri sýru, kryddað og feitt í munni. Ótrúlega fjölhæft matarvín.