RZ Specification Groups
Árgangur
2021
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Vörulýsing
Peter Lehmann er ein af goðsögnum Barossa-dalsins og einn af þeim sem átti mikinn þátt í að koma Shiraz-vínum héraðsins á framfæri alþjóðlega. Hann féll frá fyrir nokkrum árum en vínin byggja enn á þrúgum frá þeim rúmlega hundrað vínbændum sem Lehmann byggði upp samninga við í gegnum árin.
Portrait Barossa Shiraz er allt það sem maður býst við frá Barossa, stórt og kröftugt vín. Dökkrúbínrauður litur með ríkulegum ilm af dökkum skógarberjum, plómu, myntu og eik. Í munni meðalbragðmikið með mildri sýru og mjúkum þykkum tannínum þrátt fyrir hátt alkahól, glefsur af plómusultu, kirsuberjum, sultuðum bláberjum ásamt lakkrís, kókos, kryddum og súkkulaðirúsínum. Vel gert vín sem kemur manni á óvart. Vínið fær svo 12 mánaða þroskun í stórum frönskum og amerískum eikarámum. Virkilega gott og furðulega matarvænt vín af svona hnoðuðu og miklu víni að vera. Hafið með grillmat, steikum og jafnvel villibráð.