Mentor samanstendur af þrem þrúgum, uppistaða vínsins er úr Cabernet Sauvignon ásamt Shiraz og Malbec. Vínsafinn er sérlega valinn úr gömlum þurrum vínum frá eldri árgöngum.
Vínið hefur mjög dökkt yfirbragð, djúpan rauðan lit og ríkan kryddaðan karakter af sólbrjum, kaffi og dökku súkkulaði. Unaðslega vel uppbyggt vín með langt eftirbragð. Vín sem hefur þroskast á stórum frönskum eikartunnum (hogsheads) í 18 mánuði, og svo aðra 18 mánuði á flösku áður en það er sett á markað. Frábært vín, þarf kraftmikinn mat, bragðmikið naut, hreindýr og aðra villibráð.