Peter Lehmann er ein af goðsögnum Barossa-dalsins og einn af þeim sem átti mikinn þátt í að koma Shiraz-vínum héraðsins á framfæri alþjóðlega. Hann féll frá fyrir nokkrum árum en vínin byggja enn á þrúgum frá þeim rúmlega hundrað vínbændum sem Lehmann byggði upp samninga við í gegnum árin.
8 Songs Shiraz hefur verið innblásið af merku fólki og augnablikum á meðan Peter Lehmann lifði. Hver og ein er einstök og áberandi, rétt eins og vínin sjálf. Peter leitaði að innblæstri á öllum sviðum lífs síns og hafði sérstaka ást á listum. 8 Songs Shiraz er nefndur eftir einu af uppáhaldstónlistarverkum hans, 'Eight Songs for a Mad King“.
Djúpur rauður á litinn með fjólubláum blæ. Ilm-og bragðmikið af satsuma plómu, bláberjum, dökku súkkulaði og rykugum sedrusvið, langt og saðsamt og kryddað eftirbragð.