RZ Specification Groups
Árgangur
2021
Magn
75cl
Styrkur
11.5%
Bragð
Létt
Sætleiki
Þurrt
Land
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Riesling er þrúga sem alla jafna nýtur sín best á svalari ræktunarsvæðum á borð við Rínardalinn og Mósel í Þýskalandi . Barossa-svæðið í Suður-Ástralíu er hins vegar með heitustu ræktunarsvæðum gæðavína og þar nýtur Shiraz-rauðvínsþrúgan sín frábærlega. Enn innan Barossa svæðisins er einnig Eden dalurinn sem liggur hærra og er brattari en Barossa dalurinn sjálfur og þar hátt úr hlíðunum tekst Peter Lehmann að rækta Riesling sem gefur af sér bæði margslungin, þurr og brakandi fersk vín. Þrúgurnar eru handtíndar snemma hausts frá sérvöldum vínekrum hátt úr hlíðunum. Þrúgurnar er síðan varlega kramdar, þrúguskinn og safi eru strax aðskilinn eftir kælingu. Gerjunarferlið fer síðan fram í kælistýrðum stáltönkum, vínið er síðan síað og sett á flöskur.
Peter Lehmann Portrait Eden Valley Riesling 2017 er tært með fölgrænum og gylltum litartónum, í nefi eru fersk græn epli áberandi, límóna og sítróna ásamt angan af blómum. Riesling-einkennin leyna sér ekki þótt stíllinn sé vissulega frábrugðið þeim frá Rínardalnum. Vínið hefur mikinn þokka, bjartur ávöxtur, ferskt og gjöfult í munni. Greina má límóna og steinefni enda þarf vínviðurinn að sækja næringu langt niður í grýttan þurran jarðveginn. Þetta vín er heillandi strax enn þolir vel að þroskast með góðri geymslu í allt að 10 ár. Spurning bara með smekk unnenda Riesling vína. Frábært eitt og sér, enn ekki hafa of kalt til að missa ekki af einkennum vínsins. Magnað sem fordrykkur eða með hverslags austurlenskum mat. Já og hvers vegna ekki með sushi líka?