Ruby er blanda af ungu og kryddmiklu víni sem er átappað eftir ca 3 ára lageringu á 550 lítra port-ámum sem kallast ,,pipes”. Það er rúbínrautt með mjúka meðalfyllingu og ávaxtaríkt bæði í bragði og angan, mild og sæt tannin í heitu eftirbragði. Upplagt með dessertum og ostum.
Douro-dalurinn í norðurhluta Portúgal er með fegurstu víngerðarhéruðum heims. Fljótið Douro hlykkjast um dalinn á lokasprett sínum að Atlantshafi og í bröttum hlíðunum berst vínviðurinn í grýttum jarðveginum á manngerðum syllum. Douro er auðvitað þekktast fyrir að vera hérað hinna styrktu vína, portvínanna, frægustu vína Portúgal.