RZ Specification Groups
Árgangur
2020
Magn
75cl
Styrkur
15.7
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Tilurð Orin Swift Cellars í Napa Kaliforníu nær aftur til ársins 1995, eða frá því að David Swift Phinney tók tilboði vinar síns um að ferðast með honum til Florence á Ítalíu til þekkingarauka. Eftir tíma þar var ekki aftur snúið er varðaði víngerð og framleiðslu. David lauk víngerðarnámi og fékk eftir það tímabundna vinnu við uppskeru hjá Robert Mondavi. Hann ákvað síðan að stofna sitt eigið vínhús í Napa árið 1998 sem hann nefndi eftir foleldrum sínum Orin Swift Cellars. Orin er miðnafn föður og Swift skírnarnafn móður hans. Með aðeins tvö tonn af Zinfandel og lítið af öðru þrúgutegundum skóp hann vín sem þóttu einstök, jaðar eða bílskúrsvín eins og menn kölluðu eftirtektaverða sprota vínframleiðslu í þá daga. Allt frá upphafi hefur Orin Swift fengið gríðamikla athygli og lof vínrýna fyrir mögnuð gæði og ekki síður einnig fyrir nafngiftir og framsetningu vína fyrirtækisins.
Árið 2009 var ákveðið að búa til nýja blöndu af þrúgum sem þekktar væru fyrir mikil tannín og lit og ekki síst að vera fínleg og flókin í senn. Með aðeins 4ha af Petit Sirah plantað víðsvegar í Kaliforníu tókst okkur að finna verðuga víngarða fyrir þetta vín. Vínið er blanda að meirihluta af Petit Sirah ásamt Syrah og Grenache frá nokkrum AVA´s eins og frá Stagecoach, Dark Horse, Alder Springs, Summer Wind, Frei Ranch og Korte Ranch, bara til að nefna nokkra.
The baddest wine of them all, Machete takes no prisoners. It is in your face aromatically, punching your mouth from within. The tannins remind you what it’s like to feel , and the ink will put a smile on your face.
Einföld markmið okkar með Machete voru að lyfta Petite Sirah upp á aðalsviðið og láta það tjá sína eigin afstöðu. Sterkt, ríkjandi og óafsakandi, vínið skapar sinn eigin þyngdarafl og togar allt að því með árgangi eftir árgang sem leiðir til stjörnublöndu af Petite Syrah, Syrah og Grenache.
já vínið er svo sannarlega mjög dökkt á lit með seigfljótandi tár, öflugt í ilmi af sólberjalíkjör, brómberjum og þroskuðum kirsuberjum ásamt mjúkum steinefnum og vott af dökku súkkulaði, bragði er í senn mjúkt og kröftugt, dökkar plómur og grillað kjót fljóta með í silkimjúkri og fínlegri endingu. Vínið er látið þroskast í 11 mánuði í 30% nýjum frönskum eikartunnum. sjá hér mismunandi flöskumiða af Machete