RZ Specification Groups
Árgangur
2013
Magn
75cl
Styrkur
12.5%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Jean-Claude Boisset lét setja upp starfsemi í fyrrum Ursulines klaustri í Nuits-Saint-Georges þar sem nunnurnar neyddust til að flýja frá í byltingunni, en skildu greinilega anda sinn eftir, ofboðslega friðsæll staður, afgirtur með stórum hlöðnum steinveggjum milla raða af eplatjám og öðrum ávöxtum. Jean-Claude Boisset hefur byggt upp mikið vínveldi í Búrgund á síðustu áratugum með kaupum á hinum ýmsu vínhúsum.
Hann var einungis 18 ára þegar að hann stofnaði sitt eigið négociant-fyrirtæki árið 1961 og árið 1985 varð hann fyrsti nécoiantinn sem að skráði sig í frönsku kauphöllina. Vínin sem hann setur á markað undir eigin nafni hafa vaxið mikið á síðust árum, ekki síst eftir að víngerðarmaðurinn Gregory Patriat, sem áður hafði unnið hjá hinum goðsagnakennda Vosne-Romanée framleiðanda Domaine Leroy tók við og endurlífgaði vínhúsið að nýju. Árið 2018 opnuðu þeir nýja háþróaða víngerð sem endurspeglar nútímalega og tæknilega nálgun þeirra á víngerð. Í dag er vínhúsið rekið af börnum Jean-Claude þeim, Jean-Charles og Nathalie.
Þessi Nuits-Saint-Georges kemur af gömlum vínvið frá premier cru ekrunni Chaînes Charteaux, lítil sem engin áburður notaður og umhverfisvæn stjórnum. Fallega rúbínrautt að lit, ilmríkt af sólberjum, trönuberjum, kirsuberjum, fíkjur, skógarbotn og kryddjurtir, ríkulegt í bragði, heilandi vín með fínlega byggingu. Vínið fær 12 mánaðar eikarþroskum á 35% nýrri eik.