RZ Specification Groups
Magn
70cl
Styrkur
40%
Land
Framleiðandi
Vefsíða
Vörulýsing
Einstakt gin fyrir kröfuharða frá norð–vestur hluta Spánar. Að grunni til unnið úr Albarino hvítvínsþrúgunni ásamt 11 mismunandi berjum og kryddum trjá og jurta þarf af 6 viltar frá Galasíu, salvía, lárviðarlauf, verbena, eucalyptus, piparmynta og týpa af þangi sem nefnist ,,glasswort" sem gefur af sér balsamic blæ. Svo eru hinar innfluttu, einiber, engifer, kardimommur, hibiscus blóm og svart te. Eimingartíminn er langur og varfærinn sem dregur enn frekar fram einkennin frá svæðinu, víngrunni og kryddum.
Nordés er einstaklega kryddað þar sem greina má í angan þess hvít blóm, greni ásamt sítrus, engifer og mintu. Gæti skapað minningu um dvöl í grenilund eftir góðan rigningaskúr . Í munni er það ferskt, kryddað og ávaxtraríkt. Frábært gin sem best er að drekka ískalt, eitt og sér, með eða án klaka. Ef blanda á með t.d.Tonic er best að velja Tonic sem er í þurrasta kantinum.
Galisía er eitt fallegasta hérað Spánar en jafnframt líklega eitt af þeim sem Íslendingar þekkja hvað minnst þótt að auknar vinsældir Jakobsvegarins hafi vissulega fjölgað ferðum þeirra sem að fara á þessar slóðir. Strandlengjan er skorin út af fjörðum sem að heimamenn nefna Rias og í sveitunum inn af fjörðunum er að finna besta hvítvínshérað Spánar, Rias Baixas (borið fram Ræas Bæsjas). Í Rias Baixas er fullur af graníti, það þarf ekki að skafa mikið ofan af elsta jarðvegslaginu til að komast niður á granítbergið. Svæðið er skógi vaxið og þarna rignir meira enn annastaðar á Spáni vegna nálægðar við Atlandshafið.