Globus hf

Finndu vín eða framleiðanda

Hafðu samband

Verðlisti

Rhône

Vínin frá Rhône dalnum. 

Rhône – eða Rón – sprettur upp austast í Svíss og rennur í gegnum Genfarvatnið, sameinast Saône sem rennur í gegnum Búrgúndí í borginni Lyon. Rónardalurinn er breiður þaðan og alla leið til Miðjarðarhafsins – en þrengist þó töluvert fyrir sunnan Lyon. Þar hanga vínekrurnar í bröttum hlíðum við fljótið og vín verða til sem teljast meðal þeirra besta í heiminum. Sunnar eru vínekrurnar lengra frá ánni og vínin verða árangur af þrúgnablöndu sem sækir meira í Miðarðarhafsáhrifin.

Norður Rhône
Þar sem hlíðarnar eru það brattar að ekki er hægt að nota dráttarvélar, finnast þau AOC sem bera hróður Rónarvína um heim allan, þrúgurnar á þessum slóðum eru fáar: syrah,  viognier, roussanne og marsanne. Côte Rôtie (rautt), Condrieu (hvítt), Hermitage og Crozes Hermitage (rautt og hvítt), St Joseph (rautt og hvítt) og St Peray (rautt og hvítt) hafa mismunandi einkenni sem fylgja þétt að “terroir” þeirra, en í flestum syrah vínunum er leyfilegt að blanda hvítar þrúgru og frægasta dæmi er Côte Rôtie sem inniheldur upp að 5% viognier. Vínin eru kröftug, þétt, krydduð, og geymast upp undir 20 ár.

Suður Rhône
Svæðið, sem var einu sinni undir stjórn Páfagarðsins í Avignon, liggur beggja megin Rónarfljótsins, upp að Ölpunum í austru, suður að Lubéron fjallgarðinum og Nîmes sléttunni. Þekktast frá Suður Rónardalnum er sennilega Châteauneuf du Pape, en önnur AOC eins og Gigondas, Vacqueyras, Costières de Nîmes, Côtes du Ventoux hafa verið í Vínbúðunum og eru yfirleitt mjög góð kaup. Frá Suður Rhône kemur mest allt Côtes du Rhône AOC og Côtes du Rhône Villages, þar sem nafn hvers þorps kemur fram og eru þau 18 alls. Þrúgurnar eru mun fleiri, og við þær sem voru nefnd að ofan, bætast miðjarðarhafsþrúgurnar grenache sem er í meirihuta í flestum vínum, mourvèdre, cinsault, og fleiri lítt þekktar annars staðar. Hefðbundið Châteauneuf du Pape er blanda af 13 þrúgutegundum. Vínin geymast einnig (sérstaklega Châteauneuf du Pape) en flest þeirra eru best eftir 2-5 ár, þau eru ekki eins höfug en ávaxtarík, með kryddjurtakeim. Sætt muscat vín (Beaume de Venise) kemur frá þessu svæði. Tveir framleiðendur eru hvað þekktastir í vínheiminum, hvor á sinn hátt og eru þeir tákn Rhône vínanna.

Andlit frá Rhône: góðsögnin Marcel Guigal.
Ef nokkur maður hefur í lifandi tölu orðið að íkón í vínheiminum, þá er það Marcel Guigal. Hann og hans fjölskylda (kona hans Bernadette og Philippe sonur þeirra) reka saman fyrirtækið sem hefur vaxið mjög frá því að Etienne (faðir Marcels, sem réðst í venjulega vinnumennsku 1923 þá 14 ára gamall en sá svo um 67 árganga) fékk að kaupa nokkra hektara af vinnuveitandanum sínum. Þess vegna kannski eru feðgarnir Marcel og Philippe vínbændur að lífi og sál, sem hrífa hvern þann sem kemst í kynni við þá.
Guigal fjölskyldan hefur sínar bækistöðvar í gullfallegu 12. aldar Château d’Ampuis við Rhône fljótið, en vínframleiðsla og geymsla á sér stað (í 4000 tunnum!) í gamla þorpinu Ampuis, mitt í Côte Rôtie AOC. Þar hefur verið vínrækt í 24 aldir og veggirnir sem styrkja stallana þar sem nokkrar raðir vínviðar vaxa eru flest frá rómverjatímunum… Château d’Ampuis, Côte Brune et Blonde, La Landonne, La Turque, La Mouline (Côte Rôtie sérekrur) ná reglulega 99/100 frá Robert Parker, en eru geimsteinar frá þessum einstökum ekrum, vínin eru framleidd í litlu magni og eldagt yfirleitt í 42 mánuði í nýjum eikartunnum. Þau geta geymst í 30 til 50 ár ! Guigal sendir annars frá þér Hermitage, Crozes Hermitage, St Joseph, hvítvínið Condrieu (ásamt víni frá sérekrum á þessum svæðum), Gigondas, Tavel (rosavínið fræga) og loks Côtes du Rhône.
Einstaklega vandaður framleiðandi, metnaðarfullur, snillingur, kröfuharður, þolinmóður, hefðbundinn og framsækinn í senn – en yfri allt heillandi vínbændafjölskylda sem hefur hendurnar í moldina og hjartað í vínámunum.

(áður birt i Gestgjafanum)