Globus hf

Finndu vín eða framleiðanda

Hafðu samband

Verðlisti

Gula Ekkjan

Gula Ekkjan

Veuve Clicquot er nefnt eftir ekkjunni frægu Nicole-Barbe Clicquot-Ponsardin en hún þurfti að taka við stjórn kampavínsframleiðslu fjölskyldunnar, einungis 27 ár gömul, er eiginmaður hennar lést sviplega árið 1806.  Í stað þess að einbeita sér eingöngu að mörkuðum í Frakklandi og Bretlandi hóf hún landnám í Rússlandi og varð kampavínið hennar mest selda kampavín þar í landi í hálfa öld.

   

Hún, ásamt kjallarameisturum sínum þróuðu ,,rémuage“ tæknina sem í dag er notuð við alla kampavínsframleiðslu.  Aðferðin losar sjálft vínið við ský og botnfall sem myndast í vínunum á meðan gerjun stendur.  Gæði vínanna stórjukust við þessa uppgötvun og varð kampavínið kröftugri, tærari og fínlegri en áður.  Þetta gerði fyrirtæki hennar að kampavínsstórveldi.  Veuve Cliquot festi síðar kaup á neðanjarðarkalksteinsnámum sem urðu til vegna grjótnáms á tímum yfirráða Rómverja og liggja að hluta til undir borginni Reims.  Kjallararnir eru notaðir til að geyma kampavínið og þar er það látið taka út sinn þroska í hið minnsta þrjú ár.  Kjallararnir eru mjög djúpir og halda því sama hita- og rakastigi allt árið um kring auk þess að vera völundarhús ljóss og skugga.  Þykkir kalkveggirnir eru víða rispaðir og útskornir af þeim sem þar hafa unnið í gegnum tíðina.

Er Madame Clicquot lést árið 1866, 89 ára að aldri var ársframleiðslan þrjár milljónir flaskna á ári en er fimmfalt meiri í dag.  Nánast ekkert kampavínsfyrirtæki getur státað af jafnmörgum gæða vínekrum í eigin eign á öllum helstu svæðum Champagne-héraðsins.

Kampavín Veuve Cliquot eru auðþekkjanleg vegna hins gula miða er prýðir flöskurnar á flestum tegundunum.  Madame Cliquot hafði í raun aðeins eitt mottó sem en þann dag í dag er drifkraftur vínhússins; ,,AÐEINS EIN GÆÐI, ÞAU BESTU“