Globus hf

Finndu vín eða framleiðanda

Hafðu samband

Verðlisti

Vínsmökkun

Vínsmökkun – Sjón

Smökkunin hefst á því að horfa á vínið og sjá tærleika og lit þess. Liturinn á hvítvín getur verið allt frá næstum glærum út í græna eða mismunandi dökka gula tóna. Yfirleitt verða hvítvín gulari með aldrinum og að lokum brúnleit í þann mund sem þau eru að verða algerlega ódrykkjarhæf. Liturinn á rauðvíni er hins vegar allt frá því að vera fjólublá þegar vínið er ungt og út í rauða og ryðbrúna liti í lok æviskeiðsins.

Vínsmökkun - Nef

Sú tilfinning sem við höfum fyrir bragði og lykt er nátengd, þessu til stuðnings getur þú t.d. komist að ótrúlega mörgu um vín með því að lykta af því jafnvel áður en þú smakkar það! Við smökkun á víni hafa glös mikið að segja, fallega hönnuð glös eru því ómissandi partur af vínsmökkun, góð vínglös varðveita lykt betur en önnur, rauðvínsglös hafa t.d.stærri og breiðari skál en hvítvínsglös. Gott er að smökkunarglös þregist aðeins í endann, það stýrir lyktinni í réttann farveg. Þegar talað er um að „þyrla“ víninu þá er verið að bleyta sem mestan part af glasa-börmunun með víninu, það hjálpar til við að fá sem mesta lykt úr glasinu, setjið svo nefið vel ofan í glasið og þefið.

Það er eins með lit víns og með lyktina, lykt vínsins fer mikið eftir aldri og samsetningu, einnig hefur það svæði sem vínið kemur frá mikið að segja, svo og notkun á eikartunnum. Veltið fyrir ykkur lyktinni, er hún krafmikil og flókin eða er hún einföld og létt? Er mikil viðloðun í því eða er það kannski bara að fjara út? Tegund vínþrúgu hefur gríðarlega mikil áhrif á lykt víns. T.d.er oft talað um lyktina af Sauvignon Blanc vínþrúgunni sem “kattarhland” á gæsaberjalingi, hljómar spennandi eða þannig!!

Þegar verið er að lýsa rauðvínsþrúgunni Cabernet Sauvignon er oft talað um sólberjaeinkenni, nú og Pinot Noir er oft lýst sem “barnyard/bæjarhlað” leggi nú hver sinn skilning í það!!

Þegar vín þroskast og eldast breytist karakter þeirra, hvítvín verða oft hunangskennd með árunum, ungum hvítvínum er þannig oft lýst með vísun í ferskan blóma angan, ávexti eða nýslegið gras. Það eitt að lykta af víni getur sagt þér mikið um ástand þess, hvort vínið sé “korkað” þá kemur upp ákveðinn fúkkalykt sem leynir sér ekki. Dauf lykt af brenndum eldspýtum er aðalmerki þess að súlfíti (brennisteini) hafi verið bætt út í vínið sem rotvarnarefni (oft notað við gerð ódýrari hvítvína).

Oxað vín (vín sem farið er að tærast) gefur oft frá sér brenndan keim, verður Madeirakennt, litur vínsins verður oftar en ekki brúnleitur. Talið um vínin í allt að ljóðrænum stíl, talið ekki niður til vínsins og hafið trú á því að þið getið skilað víninu góðri umsögn, þegar verið er að lýsa víni er ekkert til sem rangt, við erum jú misjöfn eins og við erum mörg.

Vínsmökkun - Munnur

Mikilvægi þess og ekki síður ánægjan af að skoða vín og lykta af víninu er vissulega mikil,en það að smakka vínið er það sem á endanum telur hvað mest við að gera vínið ógleymanlegt. Takið ykkur góðan munnfylli úr vínglasinu og veltið því um munninn nokkuð kröftulega,dragið inn súrefni og látið það leika um vínið til að auka á bragðflóru þess, eftir 15-20 sekúndur er best að spýta víninu ef smakka á fleiri vín, annars er að sjálfsögðu í lagi að njóta vínsins til fulls.

Tungan á okkur hefur nokkra bragðfleti, sætuna greinir maður fremst, til hliðanna má greina sýrustig og aftast á tungunni má svo greina beiskju, vín sem hafa háa sýru mynda oft vökva í munninum, þvert á móti eru það tannínin sem eru hvað mest áberandi í ungum rauðvínum sem hafa góða geymslu-eiginleika sem þurrka þig upp í munninum.

Þegar þú virðir fyrir þér glas af víni, skaltu fyrst íhuga margbreytileika vínsins og þyngd, en það koma til aðrir þættir sem ráða miklu um þetta tvennt m.a. vínþrúgutegund og aldur vínsins, góður Bordeaux myndi t.d. vera þéttari en ungt vín frá Beaujolais.

Ákveðin karakter-einkenni vína eru tengd mismunandi vínþrúgum, og jafnvel geta svæðin haft þar mikið að segja, ástralskur Riesling má t.d. lýsa sem víni með suðræna ávexti, meðan að Riesling frá Alsace myndi hafa léttari karakter og meiri sýru og sítrusávöxt.

Í vínum frá Gamla Heiminum eru ákveðnar vínþrúgutegundir sem hafa tilhneigingu til að tengjast einstökum svæðum, þessu til stuðnings má teljast nokkuð líklegt að vín úr Pinot Noir gæti komið frá Búrgundý, þetta sama getur átt við um vín frá Nýja heiminum, Marlborough er t.d. vínræktarsvæði í Nýja-Sjálandi þar sem áhersla er á hvítvín unnin úr Sauvignon Blanc þrúgunni.

Enn og aftur er niðurstaða þín aldrei röng á einu víni, lýsið því eftir bestu vitund, smökkun er og getur verið hvatning fyrir hvern og einn að skapa sér sinn eigin vínsmekk. Reynið svo að leggja á minnið hvað ykkur finnst gott og hvað er vont. Þegar þið þurfið eða ætlið svo að kaupa vín hvort heldur sem er í vínbúð eða á veitingahúsi farið þá eftir eðlisávísun ykkar sem þið hafið kannski verið að þróa reglulega með vínsmökkun.