Saga Nobilo hófst árið 1943 þegar Nikola Nobilo flutti frá heimalandi sínu Króatíu til Nýja Sjálands. Fjölskylda Nikola er með 300 ára víngerðarhefð og var Nikola snemma meistari í nýsjálenskum vínum.
Nobilo er þurrt, ferskt, stökkt og hreint með ljúffengum keim af þroskuðum suðrænum ávöxtum, sérstaklega ástríðuávöxtum og ananas með fíngerðum keim af grænum kryddjurtum. Vínið er ákaflega bragðgott í góðu jafnvægi með yfirveguðu sýrustigi og rausnarlegri áferð.