Nederburg er eitt hinum sögufrægu vínhúsum Suður-Afríku og var upphaflega stofnað árið 1791. Nederburg-býlið, sem er sannkallað Château er enn á sínum stað í Paarl skammt frá Höfðaborg og vínin frá Nederburg eru með þeim vinsælli frá Suður-Afríku.
Ljóssítrónugult að lit með grænum glefsum, ferskur ilmur af kryddjurtum, blæjuber, sæt melóna og grænar fíkjur. Ákveðinn tropíkalávöxtur í bragði. Það ásamt því sem ilmurinn gaf af sér gefur víninu frábært jafnvægi og ljúffenga og snarpa endingu.