Nederburg er eitt hinum sögufrægu vínhúsum Suður-Afríku og var upphaflega stofnað árið 1791. Nederburg-býlið, sem er sannkallað Château er enn á sínum stað í Paarl skammt frá Höfðaborg og vínin frá Nederburg eru með þeim vinsælli frá Suður-Afríku.
Dökkrúbínrautt að lit, svolítið exótískt og framandi með dökku yfirbragði og dökkum þroskuðum ávexti, sætur, þungur og þroskaður kirsu-og sólberjaávöxturm rabarbari og plómur í bland við jörð og reyk. Í munni þykkt, þurrt, djúpt og ferskt og þægileg þroskuð tannín.