Nederburg er eitt hinum sögufrægu vínhúsum Suður-Afríku og var upphaflega stofnað árið 1791. Nederburg-býlið, sem er sannkallað Château er enn á sínum stað í Paarl skammt frá Höfðaborg og vínin frá Nederburg eru með þeim vinsælli frá Suður-Afríku.
Private Collection línan er eingöngu fyrir veitingastaði og fríhafnir, kemur frá afkastamiklum víngörðum, handtínd uppskera snemma að morgni.
Dökk rúbínrautt að lit, ilmur af sólberja líkjör, svörtum kirsuberjum, pipar, tóbakslauf og eikarkrydd, þroskuð brómber og sólber í bragði, þétt tannín og nokkuð kröftugt eftirbragð. Vínið fær 25 mánaða þroskun í frönskum og amerískum eikartunnum.