RZ Specification Groups
Árgangur
2023
Magn
75cl
Styrkur
13.5%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Sú staðreynd að þessi lína frá Montes séu inngangsvínin hans segir mikið um metnað framleiðandans. Vínin eru öll úr þeirra eigin víngörðum, allar þrúgur handtíndar til að tryggja besta úrvalið úr víngarðinum. Aurelio Montes er eitt af stóru nöfnunum í vínheiminum og líklega sá einstaklingur sem á hvað mestan þátt í því að koma vínunum frá Chile á heimskort gæðavína á síðustu áratugum. Sauvignon-þrúgurnar sem hér eru notaðar koma frá Aconcagua Costa sem er eitt af undirsvæðum Aconcagua, svæðinu í kringum Valparaiso, norður af höfuðborginni Santiago. Fjögur minni víngerðarsvæði heyra undir Aconcagua þau Casablanca, Aconcagua Costa, Leyda og Valle de Aconcagua. Svæðið er ekki síst þekkt fyrir fersk hvítvín.
Þessi Sauvignon frá Montes er gerjaður og þroskun fer fram í stáltönkum til að viðhalda frísklegum og ungum ávexti og því er vínið algjörlega óeikað. Föllímónugrænt að lit með ilm og bragð af suðrænum ávöxtum eins og hvítri ferskju, passjón, peru, sítrónu og lime, lychee ásamt þroskuðum sætum bleikum greipávexti og jú auðvitað er hin klassíski Sauvignon Blanc keimur af víninu líka, græn aspas, blómlegt, nýslegið gras og míneralískt.