201091
Á lager
Montes Purple Angel 75 CL
11.699 kr
Korktappi
Má geyma
201091
Á lager
Montes Purple Angel 75 CL
11.699 kr
Vörulýsing
Carmenére er þrúga sem kemur upprunalega frá Bordeaux. Hún fluttist yfir til Chile á þar síðustu öld líkt og aðrar þekktar franskar þrúgur en gleymdist svo. Lengi vel voru Carmenére-þrúgurnar frá Chile seldar sem Merlot en þegar að menn skyndilega uppgötvuðu að stór hluti af Merlot-ekrunum væri í raun Carmenére fóru menn að horfa á hlutina öðrum augum. Á síðustu árum hefur Carmenére verið að sækja í sig veðrið og er orðin ein athyglisverðara þrúga Chile. Purple Angel er eitt af Icon vínum frá Montes og er nánast eingöngu úr Carmenére þrúgunni (92%) og Petit Verdot (8%) enn ein Bordeaux þrúgan og kemur frá Colchagua dalnum af víngörðunum Apalta og Marchigüe. Fjólublái engilinn fær svo 18 mánaða eikarþroskun frá franskri eik.
Dökkrúbínrautt, í nefi er það vel kryddað og líflegt með rauðum berjum, krydduðum dökkum berjaávexti og súkkulaði ásamt hindberjum, viltum jarðaberjum og brómberjum, mokkakaffi, vindlakassi og kröftug sæt eik án þess þó að vera yfirþyrmandi. Vel uppbyggt með þroskuðum lostafullum tannínum og mjög mikið og langt í munni. Þetta vín er hægt að geyma í mörg ár en er samt mjög neytendavænt núna. Frábært vín, þolir vel villibráð og önd með sætum sósum og meðlæti.
Chile
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi
Má geyma