Í Chile hafa menn verið að fikra sig áfram víða með Pinot ekki síst í dölum og á hæðum þar sem að loftslagið er milt og kallt Kyrrahafið nær að tempra hitann. Aurelio Montes ræktar Pinot-þrúgurnar í þetta vín á svæðinu Aconcagua Costa en þar er Kyrrahafið í einungis um 12 kílómetra fjarlægð. Aconcagua Costa fékk stöðu sem DO-víngerðarsvæði fyrir örfáum árum.
Þetta er elegant og flottur Pinot Noir, ljóskirsuberjarautt að lit, í nefi er að finna klassíska Pinot-anganblómlegt, rauða berjakörfu, þroskuðu kirsuber, jarðarber, trönuber, hindber og rifs í bland við blóm og sætan sedrusvið og örlitla vanillu. Mjúkt og elegant, mild tannín og góð lengd og fylling. Heillandi vín. Frönsk eikarþroskun í 6 mánuði.