201621
Á lager
Montes Alpha Carmenére 75 CL
3.899 kr
Korktappi
Léttgler
Má geyma
201621
Á lager
Montes Alpha Carmenére 75 CL
3.899 kr
Vörulýsing
Montes Alpha var eitt af fyrstu ofurvínunum frá Chile og vínin undir þessum merkjum eru enn framúrstefnuleg og framúrskarandi enda víngerðarmaðurinn Aurelio Montes einn af þeim sem aldrei hættir að þróast. Carmenere-þrúgan er ein af þeim sem hefur bæst við í Alpha-línuna og líkt og önnur vín þar eru þrúgurnar þurræktaðar eða samkvæmt því sem menn kalla „dry farming“. Áveitukerfin með vatninu frá Andesfjöllum voru jú lengi það sem var talið einn helsti styrkleiki vínræktarinnar í Chile en eftir því sem að menn fara að hugsa meira um náttúruna og samhliða hvernig best er að búa til vín þá er þetta mögnuð aðferð, að rækta vín við ótrúlega þurrar aðstæður án áveitu, til að gera eitthvað sérstakt.
Montes Alpha Carmenere er dökkt, dökkt, dökkt á litinn, svarblátt er líklega vægt til orða tekið. Í nefinu svartar þroskaðar plómur, Mon Chéri-molar, krækiber og grænir tónar sem minna á sólber, kramið sólberjalauf og græna grillaða papriku en þegar vínið fær að anda (ekki vitlaust að umhella því) þá koma í ljós rauðari tónar sem minna á jarðarber, kirsuber, bláber, steinefni, svart te og kúmín, líka suðrænn viður, sedrusviður, tóbakslauf, sannkallaður vindlakassi, kraftmikið og langt, en tannínin samt mjúk miðað við afl, langt, piprað í lokin. Yndislegt og magnað vín. 12 mánaða eikarþroskun í nýrri og notaðri franskri eik. Þrátt fyrir nokkuð íburðarmikla framsetningu er þetta vín bæði langt og pússað og ferlega gott með matnum. Það þolir eitt og annað, bæði lamb og naut en einnig kryddaðan og reyktan mat og jafnvel villibráð.
Chile
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi
Léttgler
Má geyma