Montecillo Gran Reserva Selección Especial er eingöngu búið til þegar árgangurinn þykir framúrskarandi. Vínið kemur af gömlum vínvið í Rioja Alta svæðinu þar sem uppskeran per hektari er mjög lítil, fullkomið fyrir svona elegant gamalt vín.
Kirsberjarautt að lit og múrsteinsrautt í köntum, ótrúlega unglegt enþá. Ilmur af kryddjurtum, svörtum berjaávexti, steinefnum og eik. Mjög öflugt í munni en þó fínlegt og í góðu jafnvægi með fínlegum tannínum, tókak og kryddjurtir.
Vínið tekur út sinn þroska í hendgerðum amerískum og frönskum eikartunnum í 36 mánuði. 2001 árgangur vann nú nýlega til gullverðlauna hjá hinu virta tímariti Decanter. Gran Reserva vín er gott að umhella þar sem þau geta innhaldið botnfall.