RZ Specification Groups
Árgangur
2019
Magn
75cl
Styrkur
13.5%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Vínin frá Montecillo þarf vart að kynna. Þessi Rioja-vín úr smiðju Osborne-fjölskyldunnar hafa notið mikillar lýðhylli hér á landi frá því að þau komu fyrst á markaðinn. Það er ekki verra að vínin hafa að undanförnu verið að ganga í gegnum eins konar endurnýjun lífdaga undir hinni styrku stjórn Rocio Osborne eins og sést vel á þessu Crianza-víni, er orðið ferskara, ávaxtadrifnara, eikin er mildaðri og fókuseraðri, í stuttu máli vínið er orðið mun nútímalegra.
Kirsuberjarautt að lit, sæt og krydduð angan ( svona eins og nýbökuð jólakaka ) með þroskuðum rauðum ávexti, bláberjasulta, plómur, skógarber og kryddjurtir, meðalbragðmikið í munni með kröftugum rauðum og dökkum ávexti, kirsuber og plómur, eikin mild, vanilla, stjörnuanís, lyng og vott af kaffi. Mjúk tannín og sæt tannín opna vel fyrir ávextinn. Vínið er látið þroskast í amerískum eikartunnum í 18 mánuði og að lámarki 6 mánuði í flösku áður en sett er á markað.