Hentar vel með
Vörulýsing
Þetta vín var lengi þekkt undir nafninu Tenuta Marchesi Antinori en því nafni hefur nú verið breytt í Tenuta Tignanello. Tenuta er búgarður umlukinn vínekrum, ekki ósvipað því sem að Frakkar myndu kalla Château. Tenuta Tignanello er hjartað í vínveldi Antinori-fjölskyldunnar og þar er að finna tvær af þekktustu vínekrum Ítalíu, Tignanello og Solaia auk þess sem þrúgur af Tenuta-eigninni eru notaðar í þetta sígilda Chianti Classico-vín.
Vínið er látið þroskast á litlum eikartunnum í 14 mánuði. Dökkkirsuberjarautt að lit, djúpt og mikið með flókna uppbyggingu. Kryddaður kirsuberjaávöxtur, sólber, fjólur, reykur, ristaðar kaffibaunir, leður, píputóbak, negull, vanilla og sætir eikartónar svona til að nefna eitthvað úr ilmkörfu vínsins. Í munni vel strúkterað, langt, feitt með góðri ferskri sýru og þétt og kröftug tannín, langt og endurspeglar hvernig sönn Chianti Classico Riserva vín eiga að vera. Sannkallað matarvín, hreindýr eða nautalund.